En þú varst Ævintýri Lyrics & Tabs by Pascal Pinon

En þú varst Ævintýri

guitar chords lyrics

Pascal Pinon

Album : S/TPlayStop

Ég var hin þyrsta þyrnirós,
en þú hið unga vín.
Ég var hinn blindi, er bað um ljós,

þú blys, sem alltaf skín.
Ég var sú lind, sem leggur fljótt,
þú léttur blær og hlýr.
Ég var hin þyrsta, þögla nótt,
sem þráði ævintýr.
Á bak við fjöllin beið ég þín;
ég beið þín út við sund.
Ég las þér fyrstu ljóðin mín
á lífsins óskastund.
Með kross á brjósti, í hvítum hjúp
þú komst að hjarta mér;
á lífsins ey, á dauðans djúp

Með kross á brjósti, í hvítum hjúp
þú komst að hjarta mér;
á lífsins ey, á dauðans djúp
sló dýrð úr augum þér.
Ég var hin þyrsta þyrnirós,
en þú hið unga vín,
og nóttin kom með norðurljós
og nýjan söng til mín.
Við höfum töfratjöldin gist,
og tíminn leið þar fljótt,
en þar var bjart, og þú varst kysst
í þúsund og eina nótt.
Þó særðir fuglar syngi dátt,
er söngur þeirra kvein.
Þeir finna til, sem flugu hátt
og féllu niður á stein.
Og yfir djúpi dimmir fljótt,
er dagur burtu flýr.
Ég er hin þreytta, þögla nótt,
en þú varst ævintýr.

Like us on Facebook.....
-> Loading Time :0.0050 sec